Unnustinn yfirgaf hana nánast við altarið og Shelby brást skemmtilega við á brúðkaupsdeginum! – MYNDIR

Shelby Swink hafði eytt mörgum mánuðum í að skipuleggja hið fullkomna brúðkaup með unnusta sínum, en þau höfðu verið saman í þrjú ár.

5 dögum fyrir brúðkaupið tilkynnti unnusti hennar henni að hann elskaði hana ekki og að brúðkaupinu væri aflýst. Shelby var þá búin að kaupa sér kjól fyrir brúðkaupið.

Hún ákvað að fagna brúðkaupsdeginum þrátt fyrir áfallið og eyddi deginum með ástvinum og fjölskyldu – til gamans þá rústuðu þau brúðarkjólnum.

Vinkonur hennar tóku vel í framtakið og voru meira en til í að mæta í einnar konu brúðkaup!

Foreldrar hennar skemmtu sér einnig konunglega í partýinu!

Búðin sem Shelby keypti kjólinn í hefur kjólinn nú til sýningar í versluninni og ætlar að gefa hluta kaupsverðs hans til góðgerðarmála.

Það skiptir máli hvernig við bregðumst við slæmum fréttum og áföllum. Shelby sannaði að það er hægt að gera gott úr hinum verstu stundum.

Auglýsing

læk

Instagram