Hundur dó 15 mínútum eftir að eigandinn lést úr krabbameini – Órjúfanleg vinátta í lífi og dauða!

Alveg frá því að Stuart Hutchinson var greindur með heilaæxli árið 2011 þá hefur tryggi hundurinn hans, hann Nero, verið við hlið hans.

Og þegar að Stuart féll frá þann 11. ágúst 2019, einungis 25 ára að aldri, þá dó Nero 15 mínútum síðar.

Stuart giftist Danielle eiginkonu sinni í janúar á þessu ári og saman áttu þau þrjá hunda. En Nero var samt eiginlega alltaf bara hundurinn hans Stuart.

Þegar að Stuart var greindur með heilaæxli fyrir 8 árum síðan þá fór hann í uppskurð og lyfjameðferð, en krabbameinið hafði komist í beinin hans.

Þetta er búið að vera einstaklega erfitt ferli fyrir fjölskylduna í öll þessi ár.

Nokkrum vikum áður en hann féll frá þá vissu allir hvert stefndi og móðir Stuart og eiginkona fóru með hann heim af spítalanum. svo hann gæti átt góða síðustu daga heima hjá sér og látist þar.

„Tenging Stuart’s og Nero var svo sterk á meðan Stuart var á lífi að þeir voru næstum óaðskiljanlegir“ segir Fiona, móðir Stuart. „Það að Nero hafi dáið 15 mínútum eftir að Stuart kvaddi þennan heim, án nokkurrar útskýringar, sýnir hversu ótrúlega sterkt og fallegt sambandið þeirra var.“

Auglýsing

læk

Instagram