Husky hundur borðaði maríjúana köku og varð bólufreðinn! – MYNDBAND

Myndbandið hér fyrir neðan vakti hörð viðbrögð í netheimum, en í því má sjá Husky hund gjörsamlega bólufreðinn.

Strákurinn sem setti myndbandið á YouTube segist hafa gert það bæði vegna þess að það er hægt að hafa gaman að því (vitandi að hundurinn lifði þetta allt saman af) og einnig til að fólk gæti lært af því.

Forsaga málsins er sú að þeir sátu nokkrir heima félagarnir og höfðu verið að gæða sér á Rice Krispies kökum með maríjúana fyllingu. Einn þeirra tekur svo eftir því að hundurinn er farinn að haga sér undarlega, en hann á það til að éta allskonar hluti sem hann finnur um húsið.

Þeir komust að því að hundurinn hafði farið ofan í pokann með kökunum og étið eina þeirra. Þeir höfðu samband við dýralækni sem sagði þeim að það væri ekkert hægt að gera nema bíða.

Hundurinn var undir ströngu eftirliti en strákarnir segja að liðið hafi heilar 20 klukkustundir þar til hundurinn fór aftur að haga sér eðlilega.

„Hann er aftur farinn að éta hluti sem hann finnur í íbúðinni svo hann virðist ekki hafa lært nokkurn skapaðan hlut af þessu!“ – Toni Costa, einn strákanna.

Auglýsing

læk

Instagram