Instagram grínistar þóttust vera flytja Kóróna-veiruna og MISSTU geymsluílátið! – MYNDBAND

Instagram grínistarnir @soy.espinosa ákváðu að þykjast vera flytja Kóróna-veiruna í neðanjarðarlest í New York í Bandaríkjunum – og toppuðu grínið með því að missa geymsluílátið.

Grínistarnir tveir eru þeir David Flores sem er 17 ára og hann Morris Cordwell sem er 19 ára og báðir táningarnir eru frá Queens hverfinu í New York.

Sumir sáu húmorinn í því sem David og Morris gerðu – en það voru svo sannarlega ekki allir sáttir og fannst fáránlegt hjá þeim að leika sér með eldinn í lokuðu rými og gera grín að lífshættulegum sjúkdómi sem hefur drepið meira en 1000 manns.


Það var meira að segja fólk sem sagði að það ætti að berja þá fyrir þetta uppátæki.

Hvað finnst ykkur?

Auglýsing

læk

Instagram