Jack kennir námskeið í róttækri samkennd og róttækum heiðarleika!

Nú um helgina 22. – 23. apríl fer fram námskeið með Jack Lehman í Samskiptum án ofbeldis (Nonviolent Communication)

Samskipti án ofbeldis, eða Nonviolent Communication (NVC), er samskiptaferli sem bandaríski sálfræðingurinn Marshall Rosenberg (1934-2015) þróaði og kenndi um allan heim.

Á þessu námskeiði gefst þátttakendum tækifæri til þess að rækta með sér samkennd, að hlusta á sjálfan sig og aðra, og hreinskilni, að tjá það sem er lifandi innra með okkur, svo að tengslin styrkjast og ágreiningurinn hverfur.

Allir þrá raunveruleg tengsl. Með því að temja okkur undirstöðuatriði Samskipta án ofbeldis getum við frelsað okkur frá þeim ávana að kenna öðrum um, þræta fyrir, finna að og treysta um of á eigin hugmyndir um rétt og rangt, og leyft því sem er ótamið, glaðvært og friðsamlegt að koma upp á yfirborðið.

Athugið að námskeiðið mun fara fram á ensku. Það er bæði ætlað byrjendum og lengra komnum.

Takmarkað sætaframboð – vinsamlegast hafið samband í einkaskilaboðum eða með því að senda póst á mikhaelaaron(hjá)gmail.com til að tilkynna þátttöku. Viðburðinn má finna á Facebook HÉR

Verð kr. 25.000 – engum er synjuð þátttaka vegna fjárskorts!

Auglýsing

læk

Instagram