Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við SVIKAMYLLUM – Hafa fengið margar tilkynningar og ábendingar!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem eru að féfletta grunlausa einstaklinga.

Í þessum langa og greinagóða Facebook pósti þeirra þá fór lögreglan vel yfir málið. Nú er bara að vona enginn falli fyrir þessu og að allir viti af svindlinu.

Góðar venjur:
Ekki gefa upp kortanúmer nema að vera þess fullviss að starfsemi sé lögleg.
Ef fjárfestingarleið hljómar of góð til að vera sönn – er hún örugglega ekki sönn.

Undanfarna daga hefur lögreglan fengið margar tilkynningar um svikamyllur sem auglýsa mikið á samfélagsmiðlum og miða að því að veiða inn grandlausa einstaklinga til að hafa af þeim peninga eða rafmyntir. Flest þessara „fyrirtækja“ eru oft með flottar heimasíður og þjónustuborð þar sem miðlari hringir í þig. Þau lofa oft undraverðum árangri og eru með alls kyns meðmæli sem þau hafa yfirleitt búið til sjálf.

Allt þetta svindl miðar að því að ljá svindlinu trúverðugleika að þetta séu viðurkennd fyrirtæki sem bjóða upp á þjónustu og leið til skjótfengins gróða með 97% öryggi. Það að auglýsingar þeirra skuli birtast á viðurkenndum samfélagsmiðlum ljáir sögunni enn frekari trúverðugleika auk þess að þar eru birtar myndir af þekktum íslendingum, eins og þeir séu að mæla með „vörunni“. Grandvarir lesendur myndu mögulega skoða fyrirtækið á leitarvélum en þar hafa svindlararnir oft stilt upp síðum frá sjálfum sér sem halda því fram að allt sé með feldu þannig að síðurnar sem eru að vara við þessu lenda neðar hjá leitarvélinni.

Svindlið felst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem á síðan að fara inn á viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu. Oftast er samt um svindl síðu að ræða og fólk sér peningana sína hverfa fljótt og hratt í viðskiptum sem þó áttu sér ekki stað, aðeins forrit sem líkti eftir viðskiptum. Svo hringja miðlarar og bjóða upp á tækifæri til að græða allt tilbaka ef þú leggur meira inn en það snýst auðvitað um að hafa meiri peninga af viðkomandi.

Í besta falli væru þetta miklar áhættufjárfestingar en í raun er það ekki einu sinni svo gott þar sem peningarnir fara aldrei í nein viðskipti heldur beint í vasa þeirra sem standa að svindlinu. Þessi fyrirtæki eru síðan með flóknar skráningar og starfa utan starfsviðið fjármálaeftirlits. Dæmi um heimskráningar eru Kyrrahafseyjar eins og Vanuatu (sem er austan við Ástralíu). Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum og oftast eru þetta aðeins skúffuskráningar hvort sem er.

Stundum er samt svindlið víðfermara og vísbendingar eru um kortamisferli tengd slíkri svikastarfsemi. Það hefur komið upp grunur að komist svindlarnir yfir allar kortaupplýsingar, ásamt öryggisnúmeri (aftan á korti) þá hafi þeir haldið áfram að taka af kortinu fjárhæðir í heimilidarleysi. Það er því ekki hægt að treysta þeim fyrir slíku. Vandræðin eru líka meiri því með öryggisnúmerinu þá koma greiðslurnar upp sem staðfestar af eiganda og öll endurheimt verður flóknari.

Eftir sem áður þá munu þessar auglýsingar koma upp á öðrum síðum, eins og íþróttasíðum og öðrum veitum. Góðar venjur:
Lögregla mælist til við fólk að falla ekki fyrir slíkum gylliboðum og fara varlega með allar kortaupplýsingar. Ef þið eruð með ábendingar um netsvindl þá megið þið endilega senda á okkur hér á fésbókinni eða á cybercrime@lrh.is

Auglýsing

læk

Instagram