,,Mamma getur þú komið með ný föt?“ – Einelti sem mun vera með henni að eilífu – MYNDIR

Eineltismál eru þess eðlis að það getur verið erfitt að koma almennilega í veg fyrir þau. Stundum reynist það vel og það myndast samstaða um að útrýma eineltinu – en stundum þá virkar ekkert til að stöðva það, eða þá að það verður enn verra við tilraunina.

Þetta er hún Bailey og eftir að krakkar fóru að stríða henni fyrir að vera í kjólnum sem hún er í myndinni fyrir ofan þá brotnaði hún niður og grátbað móður sína að koma og með ný föt fyrir sig:

Eins og þið sjáið á skilaboðunum þá var í raun ekki nóg hjá krökkunum að stríða henni heldur fóru þau líka að taka myndir af henni. Hér er ein af þeim:

Krakkarnir sem voru að leggja hana í einelti stoppuðu ekki þar heldur komust þau í símann hennar, fundu sms’ið til mömmu hennar og tóku skjáskot af því. Þau dreifðu skjáskotinu sín á milli og myndunum af henni.

Bailey fékk nóg og deildi þessu á netinu – hún vildi vekja athygli á þessu máli og fyrst að ,,allir“ voru búnir að sjá myndirnar þá vildi hún nota atvikið til góðs.

Við það að deila þessu þá vakti hún fólk til meðvitundar um einelti og fólk alls staðar um heiminn dreifði þessu um Twitter með baráttukveðjum um að enda einelti:

Hún Bailey er hugrökk fyrir að hafa deilt þessum myndum og vera tilbúin að gera það besta sem hún gat út úr stöðunni. Vonandi hefur þetta atvik gert lífið hennar auðveldara og vonandi fær þetta fólkið sem stríddi henni til að hugsa sig um áður en það gerir það aftur.

Auglýsing

læk

Instagram