MARTRÖÐ! Var úrskurðuð látin eftir uppskurð og eyddi nóttinni í líkhúsi þar til kom í ljós að hún var sprelllifandi!

Hin 81 árs Zinaida Kononova fór í uppskurð á sjúkrahúsi í Rússlandi. Eftir að vandamál komu upp við framkvæmd aðgerðarinnar þótti ljóst að henni yrði ekki bjargað. Samkvæmt venju var ástand hennar kannað áður en hún var úrskurðuð látin af lækninum.

Hún var flutt í líkhúsið þar sem henni var komið fyrir á líkskurðarborði um kl 1 um nóttina.  Konan hafði verið meðvitundnarlaus en vaknaði um nóttina í aðstæðum sem eru algjör martröð. Það var svo ekki fyrr en 8 um morguninn daginn eftir sem hjúkrunarfræðingur kom að henni skríðandi á gólfinu og gerði starfsmönnum viðvart svo konunni var bjargað.

Læknirinn sem úrskurðaði hana látna sagði einfaldlega að allir gætu gert mistök. Honum hefur að sjálfsögðu verið sagt tímabundið upp störfum á meðan málið er í rannsókn.

 

Auglýsing

læk

Instagram