Milla Jovovich snýr aftur í hlutverki Alice í síðasta kaflanum í Resident Evil

[the_ad_group id="3076"]

Já nú er svo komið að Milla Jovovich snýr aftur í hlutverki Alice í síðusta kaflanum í Resident Evil kvikmyndaseríunni.

Resident Evil: The Final Chapter tekur upp þráðinn þar sem fyrri myndinni lauk, Resident Evil: Retribution. Alice þarf að snúa aftur til Racoon City, þar sem martröðin hófst og fyrirtækið Umbrella er að undirbúa sína hinstu árás gegn þeim fáu sem hafa lifað af til þessa. Urmull af uppvakningum standa í vegi fyrir sannleikanum á bak við fortíð Alice. Hún þarf að taka höndum saman bæði við gamla vini og ólíklegustu bandamenn til að finna lækningu við T-vírusnum áður en hinsta árás Umbrella fyrirtækisins tortímir gervöllu mannkyninu.

Um er að ræða lokakaflann í sögu Alice en öllum hennar spurningum verður loksins svarað.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram