Auglýsing

Mynd af ADELE í góðu formi gerði allt vitlaust – henni hótað og sögð vera rasisti á samfélagsmiðlum. – MYNDIR!

Söngkonan Adele hefur verið í miklu átaki hvað varðar mataræði og líkamsrækt. Hún deilir sjaldan myndum en ákvað að deila mynd þar sem hún er kominn í frábært form. Tilgangur myndarinnar var að styðja við „Notting Hill Carnival“ sem er hátið sem fagnar fjölbreytileikanum og mismunandi menningu þjóða.

Hætt var við hátíðina vegna Covid en til að sýna stuðning þá klæddi Adele sig í brjósthaldara með fána Jamaíka og var með bantu-hnúta í hárinu sem sumir tengja við menningu svartra kvenna.

Þessu var alls ekki vel tekið á Instagram og hefur Twitter logað í ásökunum á hendur Adele fyrir rasisma. Brot hennar virðist vera að hafa tileinkað sér stíl og menningu minnihlutahópa sem er einhvers konar móðgun við fólk af öðrum uppruna (Cultural Appropriation).

Aðrir segja að hún sé að fagna fjölbreytileikanum en það má víst ekki gera það á þennan hátt. Þetta er enn eitt dæmið af mörgum um ofsafengin viðbrögð við hegðun sem þótti ekki slæm fyrir nokkrum árum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing