Óli Jón játaði skelfilegt leyndarmál – „Fólk hrækir á mig“

Það getur verið erfitt að vera öðruvísi. Fólk sem fylgir ekki straumnum og passar ekki inn í „boxið“ hefur alla tíð orðið fyrir aðkasti í samfélaginu.

Með tilkomu samfélagsmiðlanna minnkaði heimurinn töluvert og fólk hefur þar fengið tækifæri til að finna fólk í sömu sporum. Fólk sem er líka „öðruvísi.“

Óli Jón opnaði sig á Facebook og við fengum góðfúslegt leyfi hans til að deila þessum pósti með ykkur en með honum vonast Óli til að opna fyrir umræðu sem hefur leynst í skúmaskotum samfélagsins allt of lengi.

„Ég þarf að játa svolítið fyrir ykkur kæru vinir og kunningjar.
Það má vera að þið dæmið mig fyrir það og sumir eiga jafnvel eftir að henda mér af facebook og afneita mér í lífinu.

Ég bið ykkur um að sýna mér skilning. Ég get ekki gert að þessu. Þetta æxlaðist bara svona, eitt leiddi að öðru og bara boom.

Ég get samt varla sagt að èg skammist min. Mér finnst èg ekki hafa gert neitt rangt. En það eru ekki allir sammála því.

Flestir hrækja í áttina að mér og kalla mig öllum illum nöfnum þegar ég hef sagt þeim þetta. Hvers á ég að gjalda?

Nú er þetta komið gott. Ég get ekki haldið þessu leyndu lengur.

Ég hef ekki séð neina Star Wars mynd.“

Guð blessi Ísland.

Auglýsing

læk

Instagram