Auglýsing

Óvæntar fréttir úr heimi GRÍNMYNDA! Háleynilegar tökur á Borat 2 og innmúraðir fengu að sjá fyrstu útgáfu – myndband!

Það fer yfirleitt ekki framhjá fólki þegar verið er að taka upp stórmyndir á borð við Borat 2. Því var mjög óvænt þegar Collider greindi frá því að yfirmenn framleiðslufyrirtækis hefðu fengið að sjá fyrstu útgáfu kvikmyndarinnar Borat 2 í vikunni sem leið.

Samkvæmt fréttinni er tökum lokið, búið að klippa fyrstu útgáfu og myndin verður að öllum líkindum sýnd á Netflix eða annarri streymisveitu mjög fljótlega.

Fyrsta myndin um Borat sló rækilega í gegn og þénaði mörg hundruð milljónir dollara þrátt fyrir lítinn framleiðslukostnað. Grínistinn Sacha Baron Cohen varð heimsfrægur og hafa aðdáendur beðið eftir framhaldi af Borat síðan árið 2006.

Sacha Baron Cohen hefur áður kvartað yfir því að persónurnar sem hann leikur í myndum sínum séu orðnar of frægar til að hægt sé að nota þær aftur. Allir þekkja Borat og vita að eitthvað grín er í gangi þegar hann mætir. Heimildarmenn Collider segja að þetta vandamál sé leyst á stórkostlegan hátt í Borat 2.

Þetta er því góðar fréttir fyrir grínaðdáendur en eina sem hefur lekið út varðandi Borat 2 er nýlegt myndband af Sacha Baron Cohen á ferðinni klæddur í gervi Borat.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing