Ísland er búið að vera fáránlega vinsælt síðustu ár, bæði hjá kvikmyndagerðarfólki og venjulegum ferðamönnum. Fólk virðist ekki fá nóg af þessum náttúruperlum sem við bjóðum upp á.
En nú voru það stjörnurnar úr raunveruleikaþættinum Love Island. Cara De La Hoyde og Nathan Massey unnu Love Island í júlí í fyrra og þau virðast enn þá vera yfir sig ástfangin. Þau voru stödd í Bláa lóninu ásamt parinu sem lenti í öðru sæti í þáttunum en þau heita Olivia Buckland og Alex Bowen.