Reyndur skilnaðarlögfræðingur segir frá þrem megin ástæðum skilnaða!

Auglýsing

Elliott Polland er skilnaðarlögfræðingur búsettur í New York. Hann hefur starfað á þeim vettvangi frá 1968 og séð ýmislegt á sinni starfsævi.

Hann sagði frá þeim þrem megin ástæðum sem hann telur valda skilnaði hjóna:

1 . Samskiptaleysi – Það er mikilvægt að leysa úr rifrildum eins fljótt og mögulegt er og ekki að byrgja reiði og pirring innra með sér. Aldrei að fara að sofa ósátt.

Auglýsing

2. Öll viðvörunarmerki hunsuð – Þú verður að vera á varðbergi varðandi hvernig makanum líður og taka eftir því ef hegðun hans verður skrýtin á einhvern hátt. Til dæmis ef makinn tekur upp á því að breyta um lykilorð á símanum sínum, hringja símtöl í einrúmi á skrýtnum tímum og taka fataskápinn óvænt í gegn eru það merki um framhjáhald.

Ef vandamálið er tæklað fljótlega eftir að það byrjar er oft auðvelt að leysa úr því, en því lengra sem líður því erfiðara verður það.

3. Vitlaust val á maka frá byrjun – Oft á tíðum velur fólk sér maka á kolröngum forsendum. Samband verður að byggja á ákveðnum grunnstoðum. Ef þær eru ekki til staðar eru litlar líkur á að sambandið muni endast.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram