today-is-a-good-day

Sjö einfaldar leiðir til að átta sig á því hvort einhver sé SIÐBLINDUR!

Rannsóknir benda til þess að 4% mannkynsins þjáist af siðblindu – svona eins og hann Ted Bundy sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan.

Hún lýsir sér þannig að sá sem er með hana fær ekki samviskubit eins og annað fólk og finnst þess vegna ekkert tiltökumál að svindla og ljúga sér leið á toppinn.

Hér eru 7 einkenni sem siðblint fólk hefur:

1. Persónutöfrar sem rista mjög grunnt – Siðblind manneskja reynir að vera töfrandi innan um þann sem hún reynir að heilla og breytir hegðun sinni eftir því við hvern hún talar. Á suma virka hrós og gjafir á meðan aðrir heillast af feimnu töfrandi týpunni. Siðblindur einstaklingur stillir sig eftir því og reynir að láta þann sem reynt er að heilla líða eins og viðkomandi sé sérstakur.

2. Uppspunnin viðbrögð – Siðblind manneskja býr viljandi til drama og rifrildi og situr svo hjá og kennir þér um að bregðast við eins og þú gerir. Hún gerir í því að reita þig til reiði eða vekja upp tilfinningar en talar svo gjarnan niður til þín með setningum eins og „Ég er ekki að fara að ræða þetta við þig enn einu sinni“ til þess að láta þér líða eins og þú sért að bregðast rangt við. Algengt er að siðblindir noti þessa tækni á vinnustöðum og í samböndum til að ná yfirhöndinni.

3. Lygasýki – Siðblindir ljúga stannslaust, jafnvel þó sannleikurinn sé betri frásögn og það sé enginn tilgangur með lyginni. Þeir eru svo vanir því að breyta persónuleika sínum fram og til baka að lygar verða að náttúrulegum viðbrögðum. Ef þú berð það upp á þá að þeir séu að ljúga, og sést jafnvel með sannanir þess efnis tekst þeim alltaf að snúa því upp á þig: Að þú sért að of hugsa hlutina eða pæla of mikið í einhverju ómerkilegu.

4. Engin eftirsjá – Venjulegt fólk finnur til samviskubits og eftirsjár þegar það gerir hluti sem siðblindir gera án þess að upplifa þessar tilfinningar (stela, ljúga og svindla). Siðblint fólk finnur jafnvel til jákvæðra tilfinninga eftir að hafa gert þessa hluti eins og gleði. Einu skiptin sem siðblindir biðjast afsökunar er þegar þá vantar eitthvað eða til þess að líta vel út.

5. Óáreiðanleiki – Siðblindir skipta um vini og finnst ekkert tiltökumál að byrja að hundsa einhvern þegar þeir eignast nýjan vin sem kemur sér betur fyrir þá að þekkja þá stundina. Ef þú hefur myndað vinabönd við siðblinda manneskju sérðu fljótt að sá siðblindi er fær um að mynda slíkt samband við hvern sem er. Þeir finna ekki til sömu tengsla og ástar við annað fólk og kenna þér um þegar slitnar upp úr vináttunni.

6. Þeir snúa fólki gegn hvert öðru – Þegar þú átt í samskiptum við siðblindan einstakling uppgötvar þú fljótt að þér líkar ekki við fólk sem þú hefur ekki einu sinni hitt, fólk sem sá siðblindi baktalar. Siðblindir hafa gaman að því að eitra umhverfið með slúðri og planta fræjum efa og afbrýðisemi. Þetta gera þeir listilega vel svo það er ekki víst að þú takir eftir því fyrr en löngu síðar.

7. Sjálfsefi – Þetta einkenni sérð þú á sjálfri/um þér eftir samskipti við siðblinda manneskju. Þú upplifir sjálfsefa og reynir að rökrétta hegðun siðblindu manneskjunar og hugleiðir jafnvel hvort það sé rétt hjá henni að þú sért að ofgreina allt. Þú gætir líka átt erfitt með að skilja breytta hegðun hennar þegar þú sérð að manneskjan sem þér líkaði svona vel við var aðeins að leika hlutverk til að þóknast þér.

Auglýsing

læk

Instagram