Sjö kynþokkafullir hlutir sem eru bara NÚLL sexý í raun og veru!

Það er margt sem við sjáum í bíómyndunum sem er sexý, en þegar við reynum að gera það í alvöru lífunum okkar er það bara EKKERT sexý – eins og við sjáum hér fyrir neðan:

1. Að vera á hestbaki. Í bíóinu er fólkið svo tignarlegt með vindinn í hárinu og roða í kinnum. En rómó. Í raunveruleikanum eru allir með hjálm með litlu stykki sem situr á hökunni, undir hjálmnum myndast svo sviti sem lekur niður eftir kinnunm á meðan maður berst við að halda sér á baki 300 kíló skepnu. Ekki rómó.

2. Að þvo bílinn sinn. Ef þú byggir í bíómynd myndir þú gera þetta á sundfötunum, konur með óaðfinnanlegt hár og meiköpp. Í raunveruleikanum ferðu í druslufötin þín og rubbar af bílaþvotti sem þú ert búin að fresta í 3 vikur.

3. Mikið gloss. Stelpurnar tengja pottþétt við þetta. Lítur stórvel út á myndum og í hverju tónlistarmyndbandi sem framleitt er fara svona 3 lítrar af þessu töfra efni. Í raunveruleikanum lekur þetta og hárið festist í þessu. Svo ekki sé talað um þessa óþægilega hita tilfinningu sem myndast undir glossinu!

4. Að vera í sundlaug/fara upp úr sundlaug. Ef hárið á þér er alltaf svona geggjað flott eins og það er á fólkinu í bíómyndunum þegar þú ferð uppúr sundlaug og ef þú ert stelpa og farðinn þinn er í tipp topp ástandi eftir sundferð þá legg ég til að þú skrifir bók. Því það er enginn annar í heiminum að upplifa það sama og þú.

5. Að borða hamborgara. Hér er engra nánari lýsinga þörf. Við hlæjum að þér Kate Upton.

6. Að reykja sígarettu. í bíómyndum virðist ekki vera nein fýla af þeim sem reykja hvorki andfýla né þessi „sest í fötin reykingafýla“.

7. Sturtukynlíf. Hver sá/sú sem hefur gert tilraun til sturtukynlífs veit að það er ekki jafn sexý og æðislegt og það er í bíómyndunum.

Nokkrir auka hlutir sem eiga skilið að vera nefndir: Að borða frostpinna eða sleikjó, henda öllu af borði í kynþokkafullu „fyrir kynlíf“ brjálæði og konur að knúsa bangsa.

Auglýsing

læk

Instagram