Svona er ævi karla í kynlífi lýst á snilldarlegan máta í vísum!

Það eru ekki allir sem kunna að meta á góðar vísur – en við rákumst á þessar á Facebook – og þykja þær nokkuð lýsandi fyrir ævi karla í kynlífi. 

Vænst við getum breytinga frá tíu ára aldri.
Andlega og líkamlega kannski þúsundfaldri.
Vakna fer þá löngun til að fara að leita að vini,
sem líklega hjá flestum þarf að vera af öðru kyni.

Fram að tvítugsaldri menn ruglast oft í rími.
Reikulir í spori og enginn fastur tími.
Daga jafnt sem nætur með ósköp léttri lundu,
Til leiks menn eru tilbúnir á ný eftir hálfa stundu.

Frá tvítugu til þrítugs er þá kraftur manna mestur,
og máttug er þá köllun á náttúrunnar lestur.
Einu sinni að morgni og einu sinni að kveldi
Er ekki nóg til svölunar á náttúrunnar eldi.

Frá þrítugu til fertugs er enn þá allt í lagi
og örugglega klárari þú ert í þínu fagi.
Þó færri verði skiptin þú flanar ekki að neinu,
en fyllilega helmingi þú lengur ert í einu.

Frá fimmtugu til sextugs er allt með öðrum hætti.
Þá ofur sjaldan tilraun er gerð af veikum mætti.
Þér finnst þú vera af náttúrunnar eldi endurborinn
ef þér tekst að gera það á haustin og á vorin.

En svo þegar komið er yfir sextugsaldur,
þá upphafinn er gjörsamlega náttúrunnar galdur.
Þá einungis þú getur með fjölda tregatára,
tölt af stað í minningarsjóð getumeiri ára.

Árin líða ekkert því má varna.
Ellin gerir margt í lífsins kjarna,
En hvað með hann sem hættur er að harðna?
Helvítis bölvaður ræfillinn sá arna.

Í kviðlingi það kynna má,
kosti þess að eldast.
Tapa heyrn og hætta að sjá
fá hægðatregðu og geldast.

Höfundur ókunnur.

Auglýsing

læk

Instagram