Svona færð þú þjóna á veitingastöðum til að ELSKA þig!

Það er mikilvægt að hafa þjóninn með þér í liði. Annars gæti hann hrækt í matinn þinn eða bara verið leiðinlegur við þig!

1. Þegar þér er vísað til sætis sestu þá niður strax, ekki blokka umferð um gangveginn. Reyndu síðan að vera sátt/ur við sætið sem þér var úthlutað og ekki biðja um að vera færð/ur á annað borð.

2. Mundu að veitingastaðurinn er ekki heimili þitt og þú mátt ekki haga þér eins og þú vilt.

3. Láttu þjóninn vita ef þið eruð í tímaþröng og þurfið að vera búin að borða fyrir ákveðinn tíma.

4. Mundu að biðja um allt auka dót eða sérþarfir um leið og þú pantar matinn.

5. Þjónninn ber aðeins ábyrgð á því sem gerist við borðið. Ef matnum seinkar eru allar líkur á því að það sé eldhúsinu að kenna en ekki þjóninum.

6. Ef þú ert í stórum hóp hjálpaðu þjóninum þá að ná athygli allra við borðið þegar kemur að því að panta.

7. Leggðu nafn þjónsins á minnið og ef þjónninn er kvenkyns, í guðs almáttugs bænum ekki kalla hana „fröken“.

8. Láttu þjóninn vita ef það er eitthvað athugavert við matinn.

Auglýsing

læk

Instagram