Það er ekki hægt að horfa á þetta myndband án þess að GEISPA!

Samkvæmt ísköldum staðreyndum frá raunverulegum vísindamönnum er geisp smitandi – og þú gætir geispað bara við það að lesa um geisp!

Það að geispa á eftir öðrum er merki um samúð og félagsleg tengsl, samkvæmt sömu rannsóknum. Börn læra þessa hegðun við um það bil 4 ára aldur og hundar, kettir og simpasar sýna sömu hegðun.

En það væri náttúrulega alveg fáránlegt að koma með þessa kenningu án þess að láta reyna á hana. Þess vegna er myndbandið hér fyrir neðan samansafn af ótrúlega girnilegum og bráðsmitandi geispum.

Ps. Ég geispaði bara við það að skrifa þessa grein …

Auglýsing

læk

Instagram