Þetta er JAFN SLÆMT fyrir þig og að reykja 15 sígarettur á dag – Hverjum hefði dottið það í hug?!

Við erum fyrir löngu síðan búin að átta okkur á því að reykingar eru skaðlegar heilsu okkar. Á hverju ári fækkar þeim sem reykja á Vesturlöndunum þökk sé forvarna, aðstoðar við að hætta, aukinnar skattlagningar og fleiri úrræða – atriði sem þyrfti að herða á annars staðar í heiminum til að ná betri árangri þar.

En rannsóknir sýna nú að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru skaðlegar fyrir heilsu okkar, BÆÐI andlega og líkamlega. Það að vera einmana og félagslega einangruð er ekki lengur bara vandamál fyrir eldra fólk, heldur er mikið af yngra fólki að lenda í þessu líka.

Hún Jo Cox, sem var þingmaður í Bretlandi áður en hún féll frá, stofnaði úrræði einmitt eftir að þessar rannsóknir byrjuðu að sýna hversu hættulegt það er að vera einmana – og hún hvatti stjórnvöld til að bregðast harkalega við þessu vandamáli.

Það hefur verið viðurkennd staðreynd að einmanaleiki og félagsleg einangrun getur haft áhrif á andlega heilsu fólks, en nú er það komið á hreint að það hefur líka áhrif á það líkamlega. Tölurnar eru svakalegar – það að vera einmana eykur líkurnar á dauðfalli hjá einstaklingi um 26%, sem er á við það að reykja 15 sígarettur á dag.

Læknar hafa meira að segja varað við því að það að vera einmana sé jafn slæmt fyrir manneskju eins og að lifa í langan tíma með alvarlegan sjúkdóm – eins og td. sykursýki.

,,Að tækla einmanaleika er kynslóða vandamál sem er einungis hægt að sigrast á með því að allir vinni saman að því – ríkistjórnir, starfsmenn, fyrirtæki, samfélagshópar, fjölskyldur, bæjarsamfélög og einstaklingar hafa öll hlutverki að gegna“ segja læknarnir. ,,Ef við vinnum saman þá getum við breytt stöðunni.“

Nú er bara að horfa björt fram á veginn og skoða hvað hvert okkar getur gert til að aðstoða með vandamálið – og verið til staðar fyrir þau sem við vitum að þjást af einmanaleika. Það gæti nefnilega kostað þau lífið.

Auglýsing

læk

Instagram