Hvernig eru hægðirnar? Kannski ekki fyrsta spurning sem manni dettur í hug – en þær geta nú engu að síðu verið að segja þér ýmislegt um heilsuna.
Það verður fyrirlestur, fimmtudagskvöldið 12. janúar, þar sem farið verður yfir þessi mál.
Melting segir til um heilbrigði! – Ertu í djúpum skít’?
Á fimmtudagskvöldið, 12. janúar verður haldinn mjög svo fróðlegur fyrirlestur um MELTINGUNA og mikilvægi hennar, í World Class, Laugum. Meltingin og hægðir okkar segja mikið til um heilbrigði, þannig að ef þetta er ekki í lagi, þá þufum við að skoða okkar gang vandlega.
Það er ókeypis fyrir alla og hann er frá kl. 20:00-21:00. Hrönn Hjálmarsdóttir næringarráðgjafi og heilsumarkþjálfi verður með fyrirlesturinn. Mjög fróðlegur. Við köllum hann „Ertu í djúpum skít?“. Hjartanlega velkomin og takið endilega með ykkur gesti. Hann er haldinn í sal inn af Joe & Juice. Þetta er samvinnuverkefni Heilsuhússins, World Class og Artasan.