WILL SMITH er á ÍSLANDI ásamt tökuliði á Norðurlandi – dýrmæt landkynning þegar stórstjörnur heimsækja okkur!

Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood og þekkja flestir jarðarbúar nafnið hans. Aðdáendur og fjölmiðlar fylgjast vel með öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Fólk á Norðurlandi taldi sig hafa séð leikarann og samkvæmt frétt RÚV er hann við tökur á sjónvarpsþáttum sem íslenska fyrirtækið TrueNorth skipuleggur.

Það er dýrmæt landkynning þegar heimsfrægar stórstjörnur heimsækja litla Ísland – sérstaklega ef ferðin heppnast vel sem oftast er raunin.  Will Smith er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og getur ein ljósmynd frá Íslandi strax aukið áhuga ferðamanna á að koma hingað.

Lítið má segja um verkefnið en um einhvers konar heimildamynd eða sjónvarpsþátt er að ræða og hafa þættirnir „Will Smith´s Bucketlist“ og „Will Smith Off the Deep End“ verið nefndir. Sérfræðingur í kvikmyndagerð telur þó líklegra að glæný þáttaröð sé í tökum og við vonum að Ísland verði í stóru hlutverki.

Þáttur um Will Smith á Íslandi er auglýsing sem ferðaþjónustan gæti ekki keypt enda Smith meðal vinsælustu leikara heims. Það bíða því margir spenntir eftir að heyra hvaða verkefni er í gangi.

Myndbönd hans á Youtube eru skoðuð af tugum milljóna um allan heim en hér að neðan má sjá sýnishorn úr einni af myndum hans Bad Boys for Life.

Auglýsing

læk

Instagram