Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson dvelur nú ásamt kærustunni sinni, Hildi Völu Baldursdóttur, í Marseille í íbúð sem hefur að geyma minnsta baðherbergi Frakklands. Björn Bragi sýndi fylgjendum sínum á Snapchat (notendanafn: bjornbragi) baðherbergið í dag. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Möguleikar Íslands á að fara áfram — með hverjum áttu að halda?
Björn Bragi skellti saman stuttum þætti í anda Innlits útlits, sem var á dagskrá Skjás eins á árum áður. Hann sýnir baðherbergið sem sannar að fótapláss og gluggar eru óþarfi, ef hjartað er til staðar.
Síðasti leikur Íslands í F-riðli EM í fótbolta fer fram í París á miðvikudag og þar verður Björn Bragi eflaust í góðum málum eftir að óheft aðgengið að minnsta baðherbergi Frakklands.