Guðni vitnaði í Helga fokking Björns í áramótaávarpinu: „Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt“

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson flutti fyrsta nýársávarpið sitt sem forseti Íslands á RÚV í dag. Guðni vitnaði Helga Björnsson í ávarpinu þegar hann sagði öllum hollt að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir:

Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.
Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.Láttu það flakka,
dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu.

Guðni flutti textann þó á forsetalegri hátt en Helgi gerði það með hljómsveitinni SSSól. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Guðni Th. flutti ógleymanlega lýsingu Gumma Ben í forsetalegum stíl: „Aldrei vekja mig“

Auglýsing

Guðni spurði í kjölfarið hvort hægt væri að faðma heiminn og elska í dag. „Nýliðiðár hefur fært mörgum eymd, ógnir og ótta. Fráleitt var árið þó alslæmt og vissulega mætti finna önnur skeið í sögu mannkyns, verri og viðsjárverðari,“ sagði hann.

„En margt fór í fyrra á versta veg, sem skyggði á gleði yfir framförum og vonum um betri heim. Í okkar álfu voru hryðjuverk framin víða, í Brussel, Nice og nú síðast í Berlín á jólaföstunni. Í Aleppo á Sýrlandi voru saklaus börn og aðrir borgarar fórnarlömb mannvonsku og miskunnarlauss valdatafls.

Víða annars staðar er vargöld þótt kastljósi fjölmiðla sé ekki beint að þeim hörmungum. Á stjórnmálasviðinu urðu líka straumhvörf sem aukið hafa á óvissu. Er þá einkum átt við úrslit forsetakjörs í Bandaríkjunum og væntanlega úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.“

Smelltu hér til að horfa á ávarpið á vef RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram