Hannes Þór orðlaus yfir kveðju frá vinum sínum: „Sit hérna með kökkinn í hálsinum í flugvélinni“

Vinir markmannsins Hannesar Þórs Halldórsson sendu honum ansi skemmtilega kveðju í formi myndbands þegar hann var í flugvélinu á leiðinni út til Frakklands á Evrópumótið í fótbolta. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Þeir sem koma fram í myndbandinu eru vinir hans, pabbi, Magnús Einars, yngriflokkaþjálfarinn hans, Bjarni Sig, idolið hans frá því í gamla daga og Birkir Kristins.

Tökustaðirnir voru ýmsir staðir úr lífi Hannesar og vellir liða sem hann hefur spilað fyrir. Leiknisvöllur, æskuheimili hans í Fellunum, Fellaskóli, Verzló, GYM 80, Tungubakkar (Afturelding), Samsung völlur (Stjarnan), Safamýrin (Fram), Frostaskjól (KR) og Laugardalsvöllur.

Kynþokkafull rödd leikarans Björns Hlyns Haraldssonar var svo notuð til að setja punktinn yfir i-ið.

Hannes var skiljanlega gríðarlega ánægður með myndbandið. „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessu frábæra myndbandi,“ sagði hann í skilaboðum til félaga sinna þegar hann var enn í háloftunum.

Búinn að horfa á það 10 sinnum og sit hérna með kökkinn í hálsinum í flugvélinni að reyna að finna eitthvað viðeigandi að segja. Endalausar þakkir fyrir þetta elsku vinir, mér þykir ótrúlega vænt um þetta og betri hvatningu er ekki hægt að hugsa sér!

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram