Harðasti íbúi Hrafnistu fagnar afreki með húðflúri, sá elsti sem Fjölnir hefur flúrað

Hinn tæplega níræði Sigurður Waage var fyrstur til að klífa Hraundranga í Öxnadal ásamt tveimur félögum sínum fyrir 60 árum síðan. Hann hélt upp á afrekið á hárréttan hátt: Með því að fá sér húðflúr af dranganum.

Grjóthart!

Sigurður var í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. Sjáðu brot úr viðtalinu við hann hér fyrir ofan.

Hraundrangi í Öxnadal var talinn ókleifur þar sem hann gnæfir lóðrétt upp í loftið 1.075 metra hár. Þetta er fyrsta húðflúrið sem Sigurður fær sér og spurður hvort ekkert annað hafi komið til greina segir hann. „Nei, þetta er eina afrekið sem ég hef unnið á ævinni sem virkilega tók á, þannig lagað.“

Húðflúrarinn Fjölnir Bragason, Fjölnir tattú, segir á RÚV að Sigurður sé sá elsti sem hann hefur húðflúrað. „Já þetta er aldursforsetinn held ég alveg örugglega,“ segir hann og bætir við að Sigurður sé augljóslega grjótharður.

Auglýsing

læk

Instagram