Hera Hilmarsdóttir í nýrri stiklu fyrir þættina The Romanoffs

Auglýsing

Íslensku leikkonunni Heru Hilmarsdóttur bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir sjónvarpsþættina The Romanoffs sem eru framleiddir af Amazon. Þættirnir verða frumsýndir 12. október næstkomandi.

Sjá einnig: Hera Hilmars í nýrri þáttaröð framleiddri af Amazon

Matthew Weiner skrifar og leikstýrir þáttunum en hann er þekktastur fyrir að hafa gert þættina Mad Men. Þá leikur Christina Hendricks sem er þekktust fyrir að leika Joan Harris í Mad Men þáttunum eitt af aðalhlutverkunum í The Romanoffs. Þá fer John Slattery með hlutverk í þáttunum en hann lék einnig í Mad Men.

Fleiri þekktum leikurum bregður fyrir í nýju stiklunni en leikarar á borð við Aaron Eckhart, Kathryn Hahn, Amöndu Peet og Corey Stoll leika í þáttunum.

Auglýsing

Þættirnir gerast víðs vegar í heiminum og skiptast í átta mismunandi sögur af fólki sem telur sig vera afkomendur rússnesku konungsfjölskyldunnar.

Sjá einnig: Hera Hilmars er nýjasta hasarhetjan í Hollywood, sjáðu sturlaða stiklu úr Mortal Engines

Hera mun fara með hlutverk Ondine í þáttunum. Ondine hefur verið lýst á þann hátt að hún sé tignarleg en fær um illsku. Hera mun einnig birtast í stórmyndinni Mortal Engines í desember þar sem hún fer með hlutverk launmorðingjans Hester Shaw.

Sjáðu stikluna

The Romanoffs – I am a Romanoff

From the creator of Mad Men. Eight stories connected by blood. Watch The Romanoffs 10/12 on Prime Video.

Posted by The Romanoffs on Þriðjudagur, 14. ágúst 2018

Auglýsing

læk

Instagram