Horfðu á auglýsinguna sem Youtube dæmdi of hræðilega fyrir notendur

Auglýsing

Youtube hefur fjarlægt nýja auglýsingu fyrir hryllingsmyndina The Nun af síðunni þar sem hún var talin of hræðileg fyrir notendur og var talin brjóta siðareglur streymiveitunnar.

Auglýsingin er aðeins sex sekúndur og í henni má sjá þegar hljóðmerki er lækkað í botn áður en nunnan birtist og hræðir líftóruna úr áhorfendum.

„Við virðum alla og reynum að forðast það að móðga eða sjokkera notendur okkar með auglýsingum, vefsíðum eða smáforritum sem þykja óviðeigandi,” segir í tilkynningu Youtube.

Við á Nútímanum virðum líka alla en við virðum líka frelsi allra til þess að taka eigin ákvarðanir. Þess vegna bjóðum við lesendum okkar á að horfa á auglýsinguna fyrir myndina, á eigin ábyrgð, hér að ofan.

Auglýsing

Kvikmyndin The Nun er hluti af hryllingsheimi The Conjuring og er önnur myndin á eftir Annabelle:The Creation sem er búin til út frá þeim heimi, fyrir utan Conjuring myndirnar sjálfar.

Hér má sjá fyrstu stikluna fyrir myndina sem birtist fyrr í sumar

Auglýsing

læk

Instagram