Hrollvekjandi tónlistarmyndband sló smiðshöggið á hringferð Sigur Rósar

Þjóðvegi eitt, sólarhringslöngu hægvarpi Sigur Rósar um Ísland, lauk klukkan 21.30 í kvöld. Hringferðin var farin í samstarfi við RÚV og hrollvekjandi myndband við lagið Óveður sló smiðshöggið í lokin.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Myndbandið er eftir sænska leikstjórann Jonas Åkerlund og var skotið í Grindavík. Í myndbandinu leikur danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir en meðlimum hljómsveitarinnar bregður einnig fyrir.

Rúmlega 500 þúsund manns höfðu fylgst með hægvarpinu á Youtube, vef RÚV og á RÚV 2 þegar því lauk í kvöld.

Auglýsing

læk

Instagram