Nýja stigagjöfin í Eurovision útskýrð í stuttu máli, keppnin gerð meira spennandi

Um hvað snýst málið?

Atkvæðagreiðsla í Eurovision verður með breyttu sniði í keppninni í Stokkhólmi í maí. Samkvæmt RÚV er markmiðið með breytingunni að gera atkvæðagreiðsluna meira spennandi.

Hvað er búið að gerast?

Atkvæði frá hverju landi hafa verið til helminga byggð á atkvæðagreiðslu dómnefndar í hverju landi og til helminga símakosningu almennings.

Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar í Stokkhólmi, segir á vef RÚV að síðustu ár hafi sigurvegari keppninnar verið kunnur allt upp í tuttugu mínútur áður en atkvæðagreiðslu lýkur. „Það er ekki gott sjónvarp. Þessi breyting gerir lokasprett keppninnar meira spennandi,“ segir hann á vef RÚV.

Hvað gerist næst?

Fulltrúar þátttökulandanna kynna fyrst niðurstöður dómnefndar í sínu landi. Í lokin verður svo niðurstöðum úr símakosningum allra landanna safnað saman og þær tilkynntar. Fyrst verður greint frá því landi sem fékk fæst atkvæði og síðast því landi sem fékk mest úr símakosningunni. Úrslitin verða því ljós seinna en áður.

Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, segir á vef RÚV að nýja stigagjöfin tryggi að vinsælasta lagið meðal almennnings fái tólf stig óháð niðurstöðu dómnefndar.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

 

Auglýsing

læk

Instagram