Nokkrar ástæður fyrir því að Bjarni Benediktsson er pólitískur Forrest Gump

Auglýsing

Forrest Gump er frábær mynd. Eitt af því skemmtilega við myndina er hvernig Forrest er komið skemmtilega fyrir í sögu Bandaríkjanna á 20. öld án þess að hann áttaði sig sérstaklega vel á því. Það er nánast sama hvert er litið, þar er Forrest Gump.

Elvis Presley sá til dæmis Forrest Gump dansa og þannig urðu ótrúlegar hreyfingar kóngsins til. Gump hitti forsetana John F. Kennedy, Lyndon Johnson og Richard Nixon. Peningarnir hans voru notaðir til að fjárfesta í „einhverju eplafyrirtæki“ sem var að sjálfsögðu Apple og andlitið á honum varð óvart frægur broskall þegar bolasölumaður gaf honum bol til að þurrka á sér andlitið.

Myndin er að sjálfsögðu skáldskapur en aðkoma Bjarna Benediktssonar að mörgum af stærstu fréttamálum samtímans eru það ekki. Hann er einskonar pólitískur Forrest Gump — alltaf þegar stór mál hafa komið upp undanfarin ár, þá er Bjarni þar á einhvern ótrúlegan hátt. Og ekki bara sem fótboltamaður í Stjörnunni eða kökuskreytingameistari.

Mál Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar eru orðin svo stór að fyrir helgi felldu þau ríkisstjórnina. Nú hefur komið í ljós að eftir að Hjalti var kærður fyrir barnaníð þá ráðfærði hann sig meðal annars við Bjarna, sem starfaði sem lögmaður á þeim tíma. Ekkert að því. Lögmenn fá inn á borð til sín allskonar mál. En það er ótrúleg tilviljun að maðurinn sem varð óbeint til þess að ríkisstjórn Bjarna féll hafi leitað til hans á sínum tíma.

Auglýsing

Heimsbyggðin stóð á öndinni þegar tölvuþrjótar brutust inn í gagnagrunn stefnumótavefsins Ashley Madison. Gögnum um notendur vefsins var lekið á internetið en fólk hafði litla samúð með þeim vegna þess að vefurinn sérhæfði sig í að þjónusta lofað fólk sem voru í leit að skyndkynnum með öðrum en mökum sínum. Síðar kom í ljós að nafn Bjarna var í gögnunum. Og það sem meira er, notendanafnið hans var þar líka: IceHot1.

Panama-skjölin voru ein stærsta frétt ársins í fyrra en þau afhjúpuðu starfsemi eins helsta fyrirtækisins í heiminum á sviði aflandsviðskipta, Mossack-Fonseca í Panama. Gríðarlegu magni af gögnum var lekið til Suddeutse Zeitung sem fékk Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) í lið með sér ásamt um 100 fjölmiðlum um allan heim til að skoða ítarlega. Nafn Bjarna fannst í skjölunum en hann átti hlut í félagi sem var staðsett á Seychelles-eyjum. Síðar kom í ljós að hann taldi að félagið væri skráð í Lúxemborg.

Í mái bárust fréttir af því að ISS, sem er í meirihlutaeigu fjölskyldu Bjarna, hafi gert samninga um ræstingar á eignum ríkisins fyrir hundruð milljóna. Síðar kom í ljós að Bjarni var kynntur sem einn af stjórnarmönnum ISS í upplýsingum sem fylgja ársreikningi félagsins fyrir 2016. Framkvæmdastjórinn Guðmundur Guðmundsson taldi að um mistök hjá fyrirtækjaskrá væri að ræða þar sem búið væri að tilkynna um breytingar á stjórn.

Já, lífið er svo sannarlega eins og konfektkassi — maður veit aldrei hverskonar mola maður fær!

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram