Sex ástæður fyrir því að ég held að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram sem forseti Íslands

Ég held að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram í forsetakosningunum í sumar. Ég skrifaði reyndar svipaða punkta á Twitter í byrjun árs en nú þegar hún mælist með langmest fylgi í embættið og íhugar að bjóða sig fram finnst mér ástæða til að rifja punktana upp.

1. Í fyrsta lagi á hún mjög góðan möguleika á að ná kjöri. Sérstaklega eftir að Ólafur ákvað að bjóða sig ekki fram á ný. Skoðanakönnun Stundarinnar staðfestir það.

2. Hún nýtur fylgis þvert á flokka og hefur ekki tekist að færa þetta fylgi til VG í tíð sinni sem formaður flokksins. Fylgi VG jókst mikið eftir að Katrín varð formaður en hefur aldrei verið meira en tæplega 16 prósent frá 2013. Fylgið hefur svo lækkað í könnunum á meðan Píratar hafa bætt miklu við sig.

3. Ríkisstjórnin er óvinsæl en Píratar hafa sópað til sín fylginu sem er á hreyfingu og hún sér kannski ekki fram á að næla í það.

4. Ofan á það mun staða þjóðarbúsins bara batna á næstunni þar sem það stendur til að greiða niður skuldir. Nú liggur fyrir að skuldastaðan við útlönd er gjörbreytt eftir að nauðasamningar náðust við kröfuhafa gömlu bankanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu því bætt við sig fylgi þegar styttist í Alþingiskosningar.

5. Katrín sér því möguleika til að hafa raunveruleg áhrif í forsetaembættinu. Ólafur Ragnar er búinn að breyta embættinu í pólitíska þungavig

6. Loks held ég að tilhugsunin um konu á Bessastaði heilli hana. Og marga aðra.

Auglýsing

læk

Instagram