Borgaryfirvöld í New York nefna götu í höfuðið á Biggie Smalls

Bandaríski tónlistarmaðurinn Biggie Smalls er almennt talinn einn besti rappari sögunnar. Biggie—sem hét réttu nafni Christopher George Latore Wallace—ólst upp í Brooklyn, New York en lést langt fyrir aldur fram árið 1997, aðeins 24 ára gamall. 

Í gær (10. júní) komu vinir og aðdáendur rapparans saman til þess að vera viðstaddir sérstaka athöfn í Brooklyn þar sem hluti af St. James götu—á milli Gates Avenue og Fulton Street (staðurinn þar sem Biggie Smalls ólst upp)—í Brooklyn var formlega nefndur í höfuðið á rapparanum. Þessi hluti götunnar heitir nú Christopher „Notorious B.I.G.“ Wallace Way (sja hér að ofan). Þá var móðir Biggie viðstödd athöfnina ásamt tónlistarkonunni Lil’ Kim og rapparanum Lil’ Cease. 

„Þegar nýir íbúar flytja í Brooklyn mega þeir ekki gleyma því að við gerðum þetta hverfi að því sem það er í dag. Við sköpuðum Brooklyn og tónlist Biggie Smalls veitti okkur innblástur,“ sagði borgarfulltrúinn Laurie Cumbo í ræðu sem hún flutti í athöfninni. 

Nafnið var samþykkt síðastliðin nóvember af hverfisráði Brooklyn og af borgarstjóra New York, Bill de Blasio.

Nánar: https://pitchfork.com/news/notorious-big-officially-gets-his-own-brooklyn-street-name/

Auglýsing

læk

Instagram