„skrítið að sjá táning (Aron Can) dansa fyrir framan myndir af nöktum konum.“

Auglýsing

Tónlist

(Ljósmynd: Clashmusic.com þökk sé Sónar)

Í dag birti vefsíðan Clashmusic.com grein þar sem blaðakonan Felicity Martin fjallar um tónlistarhátíðina Sónar sem fram fór í Hörpunni í febrúar.

Nánar: https://www.clashmusic.com/live…

Auglýsing

Martin hefur greinina með því að lýsa Íslendingum sem „sérvitringum;“ máli sínu til stuðnings vísar hún í þá staðreynd að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hafi nýverið ratað í heimspressuna með þeirri merku yfirlýsingu að ef hann mætti ráða yrði ananas bannaður á pizzur.

Þungamiðja greinarinnar, hins vegar, er eitthvað annað en Stóra pizzumálið
„Aðaláhugi okkar er senan sem hefur nýverið sprungið af meiri krafti en Eyjafjallajökull: íslenskt rapp,“ segir Martin í greininni. 

SKE tók saman lýsingar Martin á íslenskum Hip-Hop listamönnum; glöggt er gests augað, vissulega.

Sturla Atlas:

„Sturla Atlas er fremstur í flokki Hip Hop hreyfingarinnar á Íslandi –hann hefur túrað með Bieber, rappar um að ,reykja hátt’ („smoking loud“) og 
hljómar eins og blanda af Chief Keef og Machine Gun Kelly.“ 

(Sturla Atlas hitaði vissulega upp fyrir Justin Bieber í Kórnum, en við vitum ekki til þess að hljómsveitin hafi túrað með kanadíska söngvaranum.)

Aron Can:

„Annar meðlimur elítunnar sem finna má rétt sunnan við norðurheimskautsbaug sem jafnframt státar sig af ísköldu flæði er hinn 16 ára gamli Aron Can. Það kemur manni svolítið úr jafnvægi að sjá manneskju sem er nýskriðin á unglingsaldur … syngja fyrir framan myndir af nöktum konum … engu að síður er eitthvað mjög einlægt við þetta allt saman.“

(Aron Can er 17 ára, ekki 16 ára.)

Alvia Islandia:

„Alvia Islandia er önnur manneskja sem aðstoðar eyjaskeggja við að seðja lyst sína fyrir rappi … Hubba Bubba er einn af styrktaraðilum hennar …“

Shades of Reykjavík:

„Línan á milli þess sem kalla mætti paródía og þess sem kalla mætti ósvikið verður óskýr er við fylgdumst með Shades of Reykjavík, kaotísku gengi sem samanstendur af hinum torskilda, guðlega Prins Puffin, hinum álflega Ella Grill … þó svo að þeir krossfestu engan á tónleikunum (eins og þeir hafa verið þekktir fyrir), þá var frammistaða þeirra sérdeilis sturluð.“

Endar grein Martin með eftirfarandi orðum:

„Sónar Reykjavík er einstök hátíð … við getum ekki beðið eftir því að koma aftur til þessa töfrandi lands álfa, hvera og sjóðandi heitra steina, til þess að uppgötva fleiri góða tónlistarmenn.“

– Clash (Felicity Martin)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram