Tónlistarkonan ROKKY sendir frá sér nýtt myndband: “deux”

Auglýsing

Þann 10. júní síðastliðinn gaf tónlistarkonan ROKKY út myndband við lagið deux (sjá hér að ofan). Myndbandið var tekið upp á hótelinu Oddsson (sem lokaði í fyrra) og var leikstjórn í höndum Margrétar Seem Takyar. 

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins féll Margrét fyrir tónlist ROKKY þegar hún heyrði lagið My Lips:

„Ég vissi að mig langaði til að gera myndband með ROKKY um leið og ég heyrði lagið “My Lips.” ROKKY er með eitthvað nýtt “sound” og þennan “it factor.” Það að fá svona tryllt lag upp í hendurnar og frelsi til að búa til nákvæmlega þann “visual” sem maður vill til að túlka lag og listamann er náttúrulega geggjað. Svo var heppnin okkur mjög hliðholl varðandi tökustað og teymi.“

– Margrét Seem Takyar

Lagið My Lips kom út í fyrra; eftir að ROKKY hafði skemmt vegfarendum á götum Berlínarborgar (busking, á ensku) í eitt ár og unnið samhliða því að elektrónískum popplögum valdi tískufyrirtækið Esprit lagið My Lips í auglýsingu. Í kjölfarið gaf ROKKY út lagið sjálf.

Auglýsing

ROKKY gefur út tónlist undir eigin merkjum á Íslandi en ritaði nýverið undir útgáfusamning við fyrirtækið _+1 Records í New York sem sér um að gefa út tónlist hennar og dreifa henni víðs vegar um heiminn. ROKKY segir að það hafi verið ótrúlega gaman að vinna myndbandið með Margréti. „Hún er með frábæra nálgun og mikla hæfileika. Þetta var alveg æðislegt samstarf og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna.“ 

Að lokum má þess geta að ROKKY kemur fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fer fram í Laugardalnum næstkomand 21. og 22. júní.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram