Auglýsing

Fannar og Benni fara á sjó í nýjum sjónvarpsþáttum

Hraðfréttadrengirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson hafa ráðið sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út. Sjónvarpsþáttur verður gerður um ævintýrið en þeir róa í mánuð. Þetta kemur fram í Fréttatímanum.

Fannar segir í samtali við Fréttatímann að þátturinn verði skrautlegur. „Við erum búnir að hitta áhöfnina og þeir voru svona flestir til í þetta,“ segir hann.

Benni segist aldrei hafa orðið sjóveikur en ég á eftir að sjá hann þola þetta. Þegar ég fór á sjóinn lá ég í koju í tvo daga og langaði að deyja.

Fannar fór einn túr á sjó þegar hann var tvítugur og segir í Fréttatímanum að það fari í taugarnar á Benna þegar hann rifjar það upp. Félagarnir fara á sjó 25. október og þátturinn, sem er framleiddur af framleiðslufyrirtækinu Skot, verður sýndur á RÚV á næsta ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing