Hraðfréttadrengirnir Fannar og Benni fóru á sjó og tóku upp nýjan sjónvarpsþátt

Hraðfréttadrengirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson munu í vetur stjórna nýjum þætti, Hásetar sem sýndur verður á RÚV.

Þeir félagar réðu sig sem háseta á frystitogarann, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út og fóru í 30 daga túr. Þátturinn hefur göngu sína fimmtudaginn 7. september kl 20:00.

Þátturinn, er framleiddur af framleiðslufyrirtækinu Skot.

Hásetar – Trailer

Sjómennskan er ekkert grín. Hraðfréttadrengirnir Benni og Fannar fengu þá hugmynd að munstra sig á frystitogara í 30 daga túr og gera úr því sjónvarpsþættina Hásetar. Úr varð sex þátta sería sem Skot framleiddi og hefur göngu sína fimmtudaginn 7. september kl. 20:00 á RÚV. Sjón er sögu ríkari!

Posted by SKOT Productions on Föstudagur, 1. september 2017

Auglýsing

læk

Instagram