Páll fer yfir byrlunina sem næstum kostaði hann lífið: „RÚV keypti sérstakan síma til verksins“

Páll Steingrímsson skipstjóri skrifar…

 

Mældu rétt Þórður Snær

Ég veit ekki hvort það skiptir máli að rekja enn einu sinni  efnisatriði þess máls er mig varðar. Ég tel þó að það sé mikilvægt að gera einum anga þess betri skil. Ekki síst vegna þess að  Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, velur sér staðreyndir og rök eftir hentugleika eins og gjarnan er háttur þeirra sem eru til rannsóknar. Lögreglan er með öll þessi gögn, vitnisburði og viðeigandi skýrslutökur til meðferðar. Það hefði auðvitað hjálpað til við rannsóknina ef Þórður Snær og hinir sakborningarnir hefðu ekki hafnað allri samvinnu. Hefðu ekki beitt aðstöðu sinni sem blaðamenn með mikil pólitísk tengsl til að tefja og trufla rannsóknina. Ekki í eitt einasta skipti, mér vitanlega, hafa þeir sýnt vilja til að aðstoða lögregluna við að upplýsa málið. Þess í stað hafa þeir beint árásum sínum að tilteknum lögregluþjónum og þeim sem stýra rannsókninni á meintum glæpum þeirra. Allt til að tefja og trufla rannsóknina. Svo leyfa þeir sér að kvarta yfir „kælingaáhrifum“ málsins á þá sjálfa! Leiðari sem Þórður Snær skrifaði fyrir rúmri viku í Heimildina um málið er enn ein tilraunin til að ráðast á lögregluna á Akureyri og afvegleiða umræðuna og staðreyndir málsins. Því neyðist ég tilþess að fara enn einu sinni yfir einn hluta þessa máls sem sýnir hversu ómerkileg vinnubrögð hinir margverðlaunuðu blaðamenn hafa sýnt í þessu máli. Eina sem stendur eftir er að þeim er á engan hátt treystandi til að lesa upp úr gögnum, hvort heldur í þessu málið eða öðrum málum sem þeir skrifa um. Á það sérstaklega við ef viðkomandi deilir ekki „réttum skoðunum“ að mati þessara sakborninga.

Símanum stolið

Það er í raun stórfurðulegt að sjá hvernig Þórður Snær skautar framhjá þeirri staðreynd  að samkvæmt yfirheyrsluskýrslu frá 10. september 2021, sem var framkvæmd af starfsmönnum héraðssaksóknara, kemur fram að síminn minn hefði verið afhentur starfsmanni RÚV á meðan undirritaður  lá meðvitundarlaus á gjörgæslu Landspítalans. Í  þessari yfirheyrslu þann 10. september var kemur fram þetta var gert að  undirlagi starfsmanna RÚV. Það kemur  fram í gögnum málsins. Ástæðan fyrir þessari aðgerð var sú að  starfsmenn RÚV héldu að viðkomandi aðili vissi um eitthvað saknæmt um Samherja. Orð þess sem sá um yfirheyrsluna eru mjög afgerandi en hann taldi þennan aðila ekki hafa neinar upplýsingar sem myndu gagnast við rannsókn málsins og ekki skipti síður máli að viðkomandi var ekki  neinu andlegu jafnvægi. Allt virðist þetta hafa farið framhjá Þóru Arnórsdóttir en í gögnum málsins er mikið af samskiptum þessa  veika einstaklings við hana og Láru V. Júlíusdóttir lögmann. Það eina sem er furðulegt við þessa yfirheyrsluskýrslu er að annar starfsmaður héraðssaksóknara, sem kom að þessari yfirheyrslu, er ekki nafngreindur. Það væri auðvitað algjör tilviljun ef viðkomandi starfsmaður héraðssaksóknara tengdist starfsmanni á Heimildinni, eða er það ekki?

Afritun símans

Þórður Snær reynir að selja lesendum sínum þá sögu að ekkert sanni það að gögnin komi úr símtæki mínu og hann hafnar í skrifum sínum að síminn hafi verið afritaður. Það vill nú bara svo til að í einungis gögn sem gátu komið úr síma mínum voru heimildir í þeirra greina sem Þórður Snær samdi.  Í í gögnum málsins kemur fram að ég telji að síminn hafi verið afritaður, því hann bar þessi merki og ég nefndi meira að segja hvaða aðgerðin héti sem hefði verið notuð, því þessi aðgerð skilur eftir sig rafræn spor sem þeir þekkja sem eitthvað vita um tæknimál. Nú heldur Þórður því fram að enginn sem hefur verið yfirheyrður hafi staðfest þá ályktun lögreglurnar að gögnin komi úr símanum mínum. Þetta er nú þekkt aðferð hjá aðilum sem eru til rannsóknar að neita öllu. Það er reyndar kostulegt að Þórður Snær reynir að selja lesendum sínum  að það hafi verið algjör tilviljun að hann og félagar hans hafi fengið gögnin úr símanum á meðan að ég lá á gjörgæslu og í öndunarvél. Um leið  skautar hann fram hjá þeirri staðreynd að samstarfsmenn hans á RÚV hafi keypt nýjan síma, samskonar og minn, nokkrum dögum áður en ég veiktist. Sá sími var notaður sérstaklega til að vera í sambandi við byrlaran og til að reyna ítrekað að komast inn á tölvupóst minn og Facebookið. Sérstakur sími fyrir þessa aðgerð. Þegar þetta komst upp hætti Þóra Arnórsdóttir nokkrum dögum síðar hjá RÚV. Auðvitað er öllum frjálst að trúa á slíkar tilviljanir en ég held að flest skynsamt fólk sjá í gegnum þessa söguskýringu Þórðar Snæs. Hún hreinlega gengur ekki upp séu öll gögn málsins skoðuð. Með öðrum orðum, Þórður Snær er búinn að afhjúpa að hann er ófær að lesa út úr gögnum.

 „Blaðamenn og byrlarar“

Ég vil líka benda fólki á að skoða þátt inn á Brotkast sem Frosti Logason gerði sem heitir „Blaðamenn og byrlarar“ en þar fer hann rækilega yfir samskipti lögreglunar við Stefán Eiríkisson. Hann sýnir gögn máli sínu til stuðnings og þegar að þessi gögn komu upp á yfirborðið þá endaði það nú með því að en einn starfsmaður RÚV hrökklaðist frá stofnunni, en nokkrum dögum síðar hætti forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir. Ég skora á fólk að skoða þennan þátt því Frosti gerir þessum samskiptum góð skil og notar til þess áreiðanleg gögn sem hann hefur undir höndum.

Árás á einkalíf mitt

Flestir sjá nú orðið í gegnum þessa sögusmiðju Heimildarinnar. Fólk undrast nú að allir þeir sem tengdust þessum símastuldi, blaðamenn og starfsfólk Ríkisútvarpsins, luku störfum þar stuttu eftir að lögreglurannsóknin hófst. Er það tilviljun? Fáir trúa því. Staðreyndin er að þessir flóttamenn sannleikans hrekjast úr einu víginu í annað. Nú reyna þeir helst að verjast með útúrsnúningum, rangfærslum og á stundum, að ég fæ best séð, hreinum hótunum. Ef Þórður Snær kveinkar sér undan því að þetta mál ásæki hann þá verður að muna að hann hóf sjálfur þessa vegferð.

Tilgangur fjölmiðla

En er það tilgangur fjölmiðla eða fjölmiðils að vera notaðir í þeim tilgangi að vera málgagn sakborninga eins og í tilfelli Heimildarinar. Að starfsmaður á viðkomandi fjölmiðil beiti honum gegn bæði brotaþola og þeim sem rannsaka sakamál sem viðkomandi blaðamaður á aðkomu að, hvað ætli hluthöfum finnist um slíka misnotkun? Við skulum halda því til haga að annar forveri þessa miðils birti  forsíðu þann 5. febrúar 2022 þar sem hann  myndbirti menn sem höfðu verið ásakaðir. Nú ber svo við að Þórður Snær fettir fingur út í að brotaþoli tjá sig og gagnrýnir aðra fjölmiðla fyrir að skrifa fréttir af hlið brotaþolans og það sem meira er, hann kvartar yfir því að ég hafi verið að tjá mig og kvartar yfir vinnubrögðum þeirra fjölmiðla sem tala við mig eða birta greinar mínar. Um leið kemur hann fram með dylgjur um rangar staðhæfingar af minni hálfu vegna greinaskrifa, en nefnir engin dæmi um slíkt. Þetta kallast að fara í manninn en ekki boltann Þórður Snær. Trúleg er svona misnotkun á fjölmiðli af hendi starfsmanns einsdæmi í Íslandssögunni og við skattborgarar borgum fyrir þessi vinnubrögð með styrkjum til viðkomandi fjölmiðils.

Vinnubrögð fjölmiðla

Við skulum halda því til haga að þessa daganna fara starfsmenn Heimildarinar mikinn gegn því að maður sem var ásakaður í viðtali hjá þeim fái setu sem stjórnarmaður í ákveðnu fyrirtæki. Breytir engu að  sá starfsmaður Heimildarinar sem tók viðtalið við þann sem fór fram með þessar ásaknir hrökklaðist úr starfi vegna lyga. Um leið er þessi viðmælandi grunnaður um lögbrot fyrir  að skoða lyfjagrunn ákveðina aðila. Ég ætla að vona að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna falli ekki á þá gryfju að að telja slik vinnubrögð eðlileg því þá er það dómstóll götunar sem hefur tekið við en ekki réttarvörslukerfið. Séu forsvarsmenn lífeyrissjóðanna komnir þangað þá vænti ég þess að þeir skoði hvort fyrirtæki sem þeir eiga hlut í eða séu að kaupa auglýsingar hjá eða eiga önnur viðskipti við að viðkomandi fyrirtæki séu ekki með starfsmenn sem hafa stöðu sakbornings. Við skulum hafa það í huga að  þriðjungur ritstjórnar viðkomandi miðils er með stöðu sakbornings sem eru nú töluvert alvarlegra en að vera ásakaður af aðila út í bæ. Já hræsnin ríður ekki við einteyming þegar þessi miðill á í hlut. Skyldu hluthafarnir vera sáttir við svona vinnubrögð?

Auglýsing

læk

Instagram