Auglýsing

Íslensk heimili með þeim fallegustu og best lýstu í heimi

UMSJÓN/ María Erla Kjartansdóttir
MYND/ Rakel Rún Garðarsdóttir
Úr tímariti Húsa og híbýla.

Helgi Kristinn Eiríksson
Raflagna- og lýsingarhönnuður hjá Lumex ehf.

Hvernig verkefni takið þið að ykkur hjá Lumex og fyrir hverja? „Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni bæði stór og smá fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. Allt frá því að hanna raflagnir og lýsingu að því að skaffa ljós í verkin og sjá til þess að uppsetning gangi vel fyrir sig. Við viljum koma snemma inn í verkin og fylgja þeim vel eftir.“

Hvaða verkefni hafa staðið upp úr? „Það er ekki hægt að velja verkefni sem staðið hafa upp úr, við hjá Lumex erum alla daga að vinna í metnaðarfullum og flottum verkefnum. Þegar teymi myndast í verkum af arkitektum, hönnuðum, rafvirkjum og verkkaupa með mikinn metnað, sem er með það að markmiði að verkefnið verði framúrskarandi, þá verður útkoman oftar en ekki eftir því. Það eru verkin sem standa upp úr á mínum ferli.“

Hvað hefur verið áberandi í lýsingu síðustu misseri og hvað telur þú að komi sterkt inn árið 2023?
„LED-ljósgjafar hafa verið mest áberandi. LED byltingin er enn í stöðugri þróun og tækninni fleygir fram, ljósgjafarnir eru að verða minni, öflugri og endingarbetri. Hönnuðir og framleiðendur lampabúnaða keppast í dag við að þróa búnaðinn og aðlaga að þeim gæðastöðlum og markmiðum sem miða að því að draga úr orkunotkun eins og mögulegt er. Framtíðin mun kalla eftir meiri sjálfbærni þegar kemur að lýsingu og raftækjum sem við notum í okkar daglega lífi . Notkun stýrikerfa, líkt og Free@Home, hefur aukist til muna á heimilum, í fyrirtækjum og á öðrum stöðum þar sem við viljum spara orku og auka sjálfbærni. Mikil áhersla er hjá framleiðendum að ljós séu unnin úr endurvinnanlegum efnum og að þau skilji ekki eftir sig stórt kolefnisspor.“

Hvað ber að hafa í huga þegar verið er að velja ljósgjafa inn á heimili, vinnustaði eða í önnur rými?
„Lýsingarhönnun gengur að stórum hluta út á að velja réttu ljósgjafana hvort heldur sem er á heimili eða vinnustaði. Lýsingarhönnuður þarf að byrja á því að kynna sér vel teikningar arkitekta og yfirfara rýmin sem á að lýsa með tilliti til lofthæðar, innréttinga, dagsbirtu, efnis- og litavals. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er óhætt að byrja lýsingarhönnun og ákveða ljósgjafa sem henta verkinu.“

Skiptir máli að taka mið af umhverfinu þegar lýsingin er hönnuð? „Það skiptir öllu máli að taka mið af umhverfinu og vinna lýsingarplanið í samvinnu við eigendur, verkkaupa, arkitekta og þá hönnuði sem eru valdir til verksins.“

Skiptir samspil notagildis og fagurfræði máli að þínu mati? „Verkin eru misjöfn og kröfur mismunandi en við leggjum mikið upp úr því að finna réttu ljósin sem samtvinna notagildi og það útlit sem passar hverju sinni. Íslendingar eru upp til hópa fagurkerar og íslensk heimili eru með þeim fallegustu og best lýstu í heimi.“

Hvernig breytist þörfin á milli árstíða þegar lýsing er annarsvegar? „Þörfin breytist að sjálfsögðu sem er þó mjög einstaklingsbundin. Sumir kveikja á lömpum yfir dimmustu mánuðina á meðan aðrir vilja mun meira ljós. Svo eru það þeir sem eru með dimmera á flestum loftljósum og geta hækkað og lækkað ljósstyrkinn eftir þörfum. Þar koma stýrikerfin einnig sterk inn þar sem auðvelt er að stýra hita, ljósum o.f.l. eftir árstíðum.“

Eru einhver algeng mistök sem ber að varast á heimilum varðandi lýsingu? „Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar kemur að lýsingu er að huga ekki að samspili ljóss og skugga, oft eru rými jafnlýst í stað þess að fá réttar áherslur og draga fram það sem skiptir máli í hverju rými. Gjarnan gerir fólk sér ekki grein fyrir að sum ljós eru óþægileg fyrir augun vegna glýju ljósgjafans. Einnig er mjög mikilvægt að vanda uppsetningu ljósabúnaðar.“

Getur þú gefið lesendum góð almenn lýsingarráð? „Þegar kemur að því að hanna lýsingu er gott að vanda til verka og fara vel yfir forsendur hönnunarinnar áður en haldið er af stað. Einnig er mjög mikilvægt

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing