Nútíminn fór nýverið í vettvangsferð á Keflavíkurflugvöll með samfélagsmiðlastjörnunni Taxý Hönter, sem hefur síðustu tvö ár verið að fletta ofan af svindli í íslenska leigubílabransanum.
Taxý Hönter fjarlægður af Keflavíkurflugvelli eftir að hafa afhjúpað svindl
Hótelstarfsmenn lýsa endurteknu svindli
Blaðamaður Nútímans heimsótti nokkur hótel nálægt Keflavíkurflugvelli og ræddi við starfsfólk, en það vildi ekki koma fram undir nafni.
Samkvæmt öllum heimildum voru sögurnar nokkuð samhljóða: ferðamenn væru reglulega rukkaðir allt að tvöfalt meira en eðlilegt þykir fyrir stutta ferðir frá flugvellinum.
Nokkur hótel höfðu tekið upp á því að vara viðskiptavini sína við og hvatt þá til að fylgjast með að ferðin yrði ekki ofrukkuð og að passa að keyrt væri eftir mæli.
Taxý Hönter bannaður á flugvellinum
Vegna fyrri umfjöllunar hans um málefni flugvallarins hefur Taxý Hönter ekki leyfi til að keyra inn á svæðið.
Því fór blaðamaður með hann í eigin bíl til að forðast að aðvaranir færu í gang en bílaleigubíll Taxý Hönter er einnig kominn á svartan lista og er gæsla ræst út ef honum er ekið inn á svæðið.
„Ég fæ bara stuttar ferðir því aðrir hafna þeim“
Í samtölum við íslenska bílstjóra, sem allir vildu nafnleynd, lýstu þeir yfir mikilli óánægju með ástandið.
Einn þeirra sagðist „asnast“ til að mæta á völlinn þetta kvöldið sem hann gerðist nánast aldrei lengur, því hann fengi sjaldan neitt nema stuttar ferðir.
Ástæðuna segir hann vera að erlendir bílstjórar neiti einfaldlega að taka þær.
Gæslumenn sögðu blaðamanni að ástandið á svæðinu hefði „alls ekki verið skemmtilegt“ undanfarna mánuði
Farþegar í slíkum ferðum væru sendir aftar í röðina þar til þeir lenda á íslenskum bílstjóra sem tækju ferðina.
„Það er ekki lengur þess virði að vera hér,“ sagði hann, en bætti við að Isavia hefði nýverið tekið upp þá reglu að setja bílstjóra sem neituðu ferðum í straff og að það hefði gerst í beinu framhaldi af umfjöllun um baráttu Taxý Hönter.
„Nógu mörg skemmd epli til að eyðileggja allan kassann“
Annar bílstjóri vildi þó taka fram að ekki væru allir erlendir bílstjórar að svindla en að nógu margir stunduðu slíkt til að eyðileggja orðspor allra hinna.
Flogist á við flugstöðina: Stríðsástand meðal íslenskra og erlendra leigubílstjóra – MYNDBÖND
Þriðji sagði ástandið hafa hrakað verulega eftir að stór hópur erlendra bílstjóra hóf störf á vellinum og að fáir nenntu lengur að standa í þeirri baráttu sem fylgdi því að vera á flugvellinum.
Tvær tilraunaferðir teknar upp – tvær ólíkar upplifanir
Blaðamaður fór tvær prufuferðir með erlendum leigubílstjórum frá vellinum á Courtyard Marriott-hótelið.
Í fyrri ferðinni var ekið samkvæmt mæli og sýndi bílstjórinn fullkomna kurteisi og framkomu.
Einnig stóðst lokaverðið, sem var sléttar var 3.500 krónur.
Í seinni ferðinni reyndi bílstjórinn ítrekað að komast hjá því að taka ferðina.
Íslenskir bílstjórar nú orðnir minnihluti á svæðinu og margir hafi gefist upp vegna ástandsins
Hann sagðist fyrst vera laus en skipti um skoðun þegar hann frétti hvert ferðinni var heitið.
Þá sagðist hann vera að bíða eftir öðrum farþegum sem reyndust ekki vera í röðinni .
Þá sagðist hann ekki þekkja leiðina og þegar blaðamður bauðst til að vísa veginn sagði hann að það væri betra að taka rútuna, sem þó fór ekki á hótelið.
Eftir að blaðamaður neitaði að láta undan, tók bílstjórinn ferðina með mikilli og augljósri óánægju og kvartaði hástöfum alla leiðina, en rukkaði þó samkvæmt mæli.
Fleiri ferðir ekki mögulegar
Eftir síðari ferðina barst út að blaðamaður væri í fylgd með Taxý Hönter.
Í kjölfarið var ekki mögulegt að halda rannsóknum áfram þar sem ekki var hægt að fá frekari ferðir.
Einn bílstjóri treysti sér þó í viðtal fyrir framan myndavél.
Konan sem rætt var við lýsir alvarlegri hnignun á starfsaðstæðum íslenskra leigubílstjóra við Keflavíkurflugvöll.
Hún segir erlenda bílstjóra hafa tekið yfir sameiginlegt rými eins og kaffistofur, eins og frægt er orðið.
Íslenskum leigubílstjórum meinaður aðgangur að kaffistofu ISAVIA – „This is private property“
Hún nefnir dæmi um fordóma, hótanir, líkamlegt ofbeldi og niðrandi orðræðu gagnvart sér og öðrum konum í starfinu.
Að hennar sögn eru íslenskir bílstjórar nú orðnir minnihluti á svæðinu og margir hafi gefist upp vegna ástandsins.
Hún varar við því að ef ekkert verði gert muni engir Íslendingar sitja eftir í þessari atvinnugrein.
Öryggisgæsla kölluð til
Viðtalinu lauk þegar öryggisgæsla Isavia var kölluð á vettvang eftir að fréttist af nærveru Taxý Hönters.
Gæslumenn sögðu blaðamanni að ástandið á svæðinu hefði „alls ekki verið skemmtilegt“ undanfarna mánuði.
Hægt er að sjá viðtalið við bílstjórann hér fyrir neðan en Nútíminn mun halda áfram að fylgjast með ástandinu á flugvellinum.