Rauðrófu carpaccio með fetaosti og hnetum

Hráefni:

  • 500 gr eldaðar rauðrófur ( hægt að kaupa þær eldaðar en líka hægt að pakka þeim inní álpappír og baka í ofni á 200 gráðum í klukkustund og svo kæla )
  • 75 gr fetaostur (ókryddaður kubbur)
  • handfylli af ristuðum hnetum að eigin vali
  • 1 msk ólívuolía
  • 1 msk sítrónusafi
  • sjávarsalt og pipar
  • fersk steinselja

Aðferð:

1. Skerið utan af elduðum rófum og skerið í þunnar sneiðar. Raðið á stórt fat.

2. „Drisslið“ ólívuolíu yfir ásamt sítrónusafa, salti og pipar.

3. Saxið hneturnar og dreifið þeim yfir. Síðast er fetaosturinn mulinn yfir og þetta toppað með ferskri steinselju. Berið fram strax.

 

Auglýsing

læk

Instagram