today-is-a-good-day

21 smit greindust um helgina

Um helgina greindust 21 einstaklingar hér á landi með COVID-19.

Á meðal þeirra sem greindust smitaðir eru tíu skipverjar á flutningaskipi sem liggur við bryggju á Reyðarfirði. Þetta kemur fram á vef rúv

Þá greindist einnig kennari í Laugarnesskóla með veiruna og eru fjórir starfsmenn skólans og 80 nemendur í fjórum bekkjum í sóttkví.

„Það er samtals 21 einstaklingur sem greinist um helgina. Þar af eru tíu skipverjar á skipinu. Þá eru eftir ellefu. Ég held að það hafi verið fimm eða sex manns sem voru utan sóttkvíar,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, í samtali við fréttastofu rúv. „Það er mikið áhyggjuefni.“

Hann segir einnig að of snemmt sé að segja til um hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin.

Auglýsing

læk

Instagram