Allir í Húnaþingi vestra í sóttkví

Frá klukk­an 22 í kvöld, laug­ar­dag­inn 21. mars, skulu all­ir íbú­ar Húnaþings vestra sæta úr­vinnslu­sótt­kví. Ástæða þessara hertu sóttvarnaaðgerða eru grunsemdir um víðtækt smit í sveitafélaginu.

Um er að ræða tímabundna ráðstöfun á meðan unnið er að því að rekja smit og á meðan á þessu stendur getur aðeins einn aðili af hverju heimili yfirgefið heimilið til þess að sækja nauðsynjavörur.

Í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að ákvörðunin gildi þar til aðgerðarstjórn tilkynni um annað,

Auglýsing

læk

Instagram