Allir nemendur skólans í sóttkví

Komið hefur upp smit hjá nemanda í Réttarholtsskóla og hafa allir nemendur skólans verið sendir í svokallaða úrvinnslusóttkví.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem foreldrar nemenda skólans fengu sendan í dag. Eru þessar aðgerðir til þess að gæta fyllsta öryggis og varúðar. Í póstinum kemur einnig fram að nemandinn sé einkennlaus og líklega hafi hann smitast í sínu nærumhverfi.

Í Réttarholtsskóla eru nemendur í 8. til 10. bekk.

Auglýsing

læk

Instagram