Allir vinningar gengu út þessa vikuna

Allir vinningar gengu út þessa vikuna í Víkingalottó og það var heppinn Norðmaður sem nældi sér í 1. vinninginn og fær hann dágóða summu eða rúmlega 666 milljónir í vinning.

Tveir skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor þeirra rétt tæplega 21,5 milljón, annar miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinn í Noregi.  Þá var einn með íslenska 3. vinninginn, sá er með miðann sinn í áskrift og fær hann 1,8 milljón í vinning.

Enginn var með 1. vinning í Jóker en tveir náðu 2. vinningi og fá þeir 100 þúsund kall hvor, annar miðinn var keyptur í Vestur-restaurant á Patreksfirði en hinn er í áskrift.

Auglýsing

læk

Instagram