Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri lést í vikunni á Landspítalanum, af völdum Covid-19.

Alls hafa nú 35 einstaklingar látið lífið hér á landi af völdum veirunnar. Einungis þrjár vikur eru frá síðasta andláti.

Nú liggja nítján einstaklingar á sjúkrahúsi með Covid-19 hér á landi og þar af eru þrír á gjörgæslu.

Auglýsing

læk

Instagram