Áskorun – Erfitt að sleppa þjóðhátíð

Áskorun, í Sjónvarpi Símans Premium, er í umsjón Gunnlaugs Jónssonar, knattspyrnu- og dagskrárgerðarmanns . Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast viðmælendum í sínu náttúrulega umhverfi og fá að sjá hliðar sem fáir ef nokkrir þekkja, að baki sögum sem flestir hafa heyrt; kynnast manneskjunni undir búningnum. Rætt er við samstarfsfólk, fjölskyldu og vini og kafað undir yfirborðið í sögu hvers og eins.

Stelpurnar í Evrópumeistaraliði Gerplu frá 2010, lýsa mögnuðum samstarfsanda sem skilaði þeim ítrekað á pall en kostaði líka vináttu og fórnir. Þær ræddu það ítrekað að lífsstíll afreksfólks í íþróttum færi ekki saman við svefnlausar nætur á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stelpunum í Gerplu þótti það jafnframt mjög erfitt að sleppa Verslunarmannahelginni og því settu þær á Fimleikahringinn. Þar ferðuðust þær hringinn í kringum landið og kynntu sig og íþróttina fyrir landsmönnum.

 

Auglýsing

læk

Instagram