Blackbox opnar á Akureyri

Laugardaginn 5. desember opnar Blackbox Pizzeria á Akureyri, innan veggja Hamborgarafabrikkunnar á jarðhæð Hótel Kea. Það eru hjónin Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir sem standa að opnun Blackbox en fyrir reka þau Hamborgarafabrikkuna, Lemon og Múlaberg  ásamt því að sjá um allan veitingarekstur á Hótel Kea.

„Frá því að við tókum við Hamborgarafabrikkunni höfum við fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir Blackbox. Gleðipinnar, sem reka Fabrikkunna í Reykjavík, eru á meðal hluthafa í Blackbox og þannig kviknaði þessi snilldarhugmynd að skrá þessa tvo veitingastaði í sambúð“, segir Jóhann.

Hamborgarafabrikkunni er einfaldlega skipt í tvennt. Viðskiptavinir velja hvort þeir sitja á Blackbox eða á Fabrikkunni, og panta sér pizzu eða hamborgara, hvar sem þeir sitja. Blackbox hefur verið ein vinsælasta handverkspizzan á Íslandi undanfarin ár en hugmyndafræðin gengur út á að bjóða pizzu með áður óþekktum hráefnagæðum á áður óþekktum hraða.

Áður óþekkt hráefnagæði og blómkálsbotn

Stofnandi og yfirkokkur Blackbox er Karl Viggó Vigfússon, bakarameistari og meðlimur íslenska kokkalandsliðsins til margra ára. Viggó er þekktur fyrir að ganga lengra en flestir í leit sinni að hágæðahráefni.

„Við gerum ekkert af því bara. Það er hugsun á bakvið hvert einasta hráefni sem við notum á staðnum. Pizzasósan er handgerð á staðnum úr ítölskum plómutómötum, hráskinkan kemur í heilum lærum og er skorin á staðnum í ítalskri skurðarvél og mozzarella osturinn er ferskur og handrifinn á pizzurnar. Súrdeigsbotninn er eftir ítalskri uppskrift og er bakaður í 400°heitum, ítölskum steinofni“, segir Viggó.

Ein af nýjungum Blackbox sem hefur slegið í gegn er blómkálsbotninn en hann inniheldur 40% blómkál og lítið af kolvetnum og hitaeiningum.

„Nýi blómkálsbotninn er frábær viðbót við matseðilinn á Blackbox og er alveg ótrúlega bragðgóður“, bætir Viggó við að lokum.

Auglýsing

læk

Instagram