today-is-a-good-day

Blackbox opnar á Akureyri

Á næstunni mun pítsustaðurinn Blackbox opna útibú á Akureyri. Nýji staðurinn verður inni á Hamborgarafabrikkunni og fá gest­ir þannig val um tvær gerðir af mat á sama staðnum.

Opnunin á Akureyri er liður í nýrri stefnu Blackbox en fyrirtækið stefnir á að opna svokallaða Blackbox Express staði á völd­um N1-stöðvum um landið.

„Eft­ir breyt­ing­una verðum við með Black­box Pizzer­ia, sem eru veit­ingastaðir með full­um mat­seðli og svo Black­box Express þar sem mat­seðill­inn er minni, en gæðin og af­greiðslu­hraðinn sá sami. Pizzer­ia-staðirn­ir verða í Borg­ar­túni og á Ak­ur­eyri, en Express-staðirn­ir í Staðarskála í Hrútaf­irði, Aust­ur­vegi á Sel­fossi, Lækj­ar­götu í Hafnar­f­irði og Há­holti í Mos­fells­bæ,“ seg­ir Karl Viggó Vig­fús­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Black­box, í sam­tali við ViðskiptaMoggann

Hann bætir því einnig við að fleiri staðir gætu opnað síðar.

„Við ætl­um að sjá fyrst hvernig þetta geng­ur.“

Auglýsing

læk

Instagram