Bríet gefur út nýtt lag og myndband

Auglýsing

Tónlistarkonan Bríet er að gefa út nýtt lag og myndband.

Lagið ber heitið Cold Feet og er tilfinningin í laginu innilokunarkennd. Í myndbandinu, sem tekið var upp á köldum degi árið 2019, er Bríet inni í glerboxi umkringd fjalllendi.

„Ég er búin að sitja á þessu efni í þrjú ár núna og hef flakkað á milli þess að elska lagið, fundist það fáránlega lélegt, elskað það aftur og meira en ég gerði áður, ekki viljað gefa það út og farið svo sama hringinn í gegnum þessar tilfinningar aftur og aftur. Svo þetta ástarsamband mitt við þetta lag og tónlistarmyndband er nú loks að verða opinbert og fólk fær að njóta með, “ segir Bríet í samtali við vísi

Lagið kemur inn á allar helstu streymisveitur á miðnætti í kvöld.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram